Einstaklingsráðgjöf hjá Heilræði byggir á því að kortleggja þá möguleika sem einstaklingurinn hefur til að bæta líf sitt.
Áhersla er lögð á lítil, einföld skref í átt til betra lífs, og að sýna sjálfum sér kærleika í því ferli.
Dæmi um bataleiðir:
- Breytt mataræði eða neyslumunstur
- Regluleg líkamsrækt eða breyttar ferðavenjur sem auka útivist og hreyfingu
- Endurmat óhjálplegra og óraunhæfra hugsana
- Djúpslökun og hugleiðsla
- Aukið umburðarlyndi og umhyggja fyrir sjálfum sér og öðrum
Ráðgjöfin getur falist í 2-10 viðtölum, eða í 1-3 viðtölum að viðbættri eftirfylgni í tölvupósti.
Hvert viðtal er 50 mínútur.
Margir koma í ráðgjöf hjá Heilræði vegna skilgreindra heilsufarsvandamála.
Dæmi um vanda sem Heilræði hefur hjálpað einstaklingum að takast á við:
- Meltingartruflanir, ristilkrampar, iðraólga
- Sykursýki
- Fæðuofnæmi og fæðuóþol
- Átraskanir, anorexia, bulimia og ofátsröskun (BED)
- Offita
- Þvagsýrugigt
- Reykingar
- Bakflæði / Vélindabakflæði
- Gyllinæð
- Hormónabólur
- Fjölblöðrueggjastokka heilkenni (PCOS)
Ráðgjöfin er sérsniðin að hverjum einstaklingi og hverju vandamáli fyrir sig.
Þeir sem búa erlendis eða úti á landi eiga kost á einstaklingsviðtölum hjá Heilræði með fjarfundabúnaði.
Einnig er boðið upp á námskeið í tölvupósti. Þá er fræðsla og verkefni send vikulega. Dæmi:
- 1. vika. Almennt um mataræði.
- 2. vika. Almennt um hreyfingu.
- 3. vika. Svengd og sedda.
- 4. vika. Bragðlaukarnir.
- 5. vika. Vani og skipulag.
- 6. vika. Núvitund.
Tímapantanir eru í síma 666 0015 og 551 7102 eða í tölvupósti hjá heilraedi@gmail.com.