Heilræði tekur að sér að halda námskeið um lífsstílsbreytingar.
Á námskeiðinu eru fyrirlestrar um heilbrigðan lífsstíl, feril lífsstílsbreytinga og markmiðasetningu. Fyrirlestrarnir eru brotnir upp með hvatningarverkefnum þar sem hver og einn þátttakandi veltir fyrir sér hverju hann/hún myndi vilja breyta í sínu lífi og hvers vegna. Önnur verkefni snúast um þær hindranir sem þátttakandinn gæti mætt í ferlinu og hvernig hægt er að sigrast á þeim. Í lok námskeiðsins setja þátttakendur sér tímasett markmið.
Námskeiðið er 3 skipti, klukkutími í hvert sinn, eða 1 skipti í 4 klst með hléum.
- 1. hluti. Heilbrigður lífsstíll.
- 2. hluti. Að efla áhugahvötina.
- 3. hluti. Markmiðasetning.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Hvað felst í heilbrigðum lífsstíl hvað varðar næringu, hreyfingu og geðrækt.
- Feril lífsstílsbreytinga, allt frá foríhugun og íhugun að undirbúningi, framkvæmd, viðhaldsvinnu og hinu mjög svo algenga bakslagi.
- Hvernig best er að skipta lífsstílsbreytingum upp í viðráðanleg skref og hindra bakslag eða vinna úr því ef það á sér stað.
- Mikilvægi þess að markmið séu sjálfsprottin og raunhæf, að þau snúist um það sem skiptir okkur miklu máli og komist í framkvæmd innan tímamarka sem þó eru sveigjanleg.